jæja, nú er kennaraverkfallið farið að koma ríkinu við. það stefnir allt í lög á okkur og því geta kennarsleikjur víða um land farið að gleðjast. en það fylgir böggull skammrifi því það er ekki þar með sagt að kennararnir verði ánægðir þegar þeir mæta til vinnu og ekki víst að viðmót þeirra til kennarasleikjanna sé eitthvað til að hrópa húrra fyrir.
vitiði, það er ekkert gaman að vera svona lítils metin. fólk þykir merkilegra og er betur launaðra ef það höndlar með dýrar vörur eða peninga. fólk sem vinnur við menntun barna og unglinga, fólk sem hjúkrar veikum, þeir sem sinna afbrotaunglingum og svo mætti lengi telja er ekki meira virði en skíturinn á skóm ríkisbubbanna sem halda að þeir eigi heiminn. ég er pisst og nenni því ekki að vera skemmtileg núna, en eins og þið vitið er ég það venjulega! ;-)
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli