er á leiðina í borg óttans. gott að skipta aðeins um umhverfi eftir alvarlega pest mánudagsins og skrítna vinnuviku. hlakka öfga til að hitta familíuna og vonast líka til að geta keypt restina af jólagjöfunum. já, ótrúlegt en satt þá hef ég náð að nurla saman í verkfallinu fyrir einhverjum jólagjöfum. þrátt fyrir lítil fjárráð hef ég verið heppin og hef haldið vel á spöðunum þó ég segji sjálf frá. ætla líka að reyna að hitta á einhverja af vinunum en fjölskyldan gengur fyrir. það verður gaman að sjá hvort litla dýrið hún sigríður birta sé ekki orðin stærri og feitari (heheheh....) en síðast, enda er hún mesta krútt í heimi!
kannski fæðist líka litla barnið hennar lilju minnar um helgina og þá get ég farið séð það alveg splunkunýtt.
jæja, ætla að fara og fá mér í gogginn fyrir herjólfsferðina. áfram herjólfur!
föstudagur, nóvember 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
við verðum að hittast!!!!!!!!
Skrifa ummæli