laugardagur, október 30, 2004

aftur verkfall?

já nú er maður búinn að heyra upp og ofan af miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem og að klóra sig fram úr henni sjálfur. fokk.....ég segji ekki meir. halda menn að við séum fífl sem látum bjóða okkur hvað sem er! við erum búin að vera í verkfalli í 5. vikur og eftir þá fórn er réttlátt að hlusta á það sem kennarar hafa að segja. við erum ekki blóðsugur sem ætlum okkur að koma sveitastjórnum á kné. við erum venjulegt fólk sem vill fá mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við innum af hendi. og það er óþolandi að heyra að fólk haldi að við séum í vinnu hálfan daginn. þó að kennsla sé búin þá er fullt eftir. ekki er þáttastjórnandi í sjónvarpi bara í vinnu meðan þátturinn stendur yfir!!! ég er hætt í bili, ég er orðin brjáluð!

1 ummæli:

Íris Sig sagði...

You go girl!!!!!