þriðjudagur, febrúar 26, 2008

smá kvart og kvein og svo einn moli í lokin.

jæja. loðnuveiðar bannaðar og fjárhagur heilu byggðarlaganna og alls fólksins sem þar býr er í hættu. miðað við það sem ég hef heyrt þá er ég ekki viss um að hafró-menn séu með réttu ráði en þeir eru kannski að bæta fyrir vitleysuna í sér núna.
gunni minn kom heim um helgina en ég sá nú ekki mikið af honum þar sem hann var að vinna vaktir við bryggju. þeir voru nebbnilega með hellings afla sem að þurfti að vinna....engin loðna, einmitt! og norðmenn fengu að klára kvótann sinn innan okkar lögsögu en ekki skip í okkar flota...þvílíkt bull!
en hann gunni minn er farinn aftur þar sem huginn ve, ásamt 4 öðrum skipum, var fenginn til að kasta fyrir hafró til að geta reiknað út hvort að það sé í alvöru einhver loðna í sjónum. þeir vonandi fá sem mest svo að við þurfum ekki að segja okkur til sveitar.
svo er verið að hækka gjaldskrá herjólfs. ég mun því líklega ekki komast til lands nema svona tvisvar á ári. svo segja okkar háttvirtu embættismenn að ekki þurfi að borga fyrir að ferðast á þjóðvegum landsins. akkúrat! miðað við dóm í ölvunarakstursmáli sem féll í héraðsdómi suðurlands þá er herjólfur þjóðvegur, en þar var maður tekinn við ölvunarakstur (ekki skipstjórinn samt). kallgreyið þurfti að færa bíl á bíladekkinu og hafði víst fengið sér í aðra tána fyrst. þingmenn okkar vestmannaeyinga tala fyrir daufum eyrum á okkar háa alþingi.
jæja. ég er hætt að kvarta. er búin að blása aðeins út og því koma hér gleðifréttir:
magnús bróðir minn og hans kvinna eignuðust dóttur í gær. þetta er fjórða stúlkan sem bróður mínum fæðist og því ekki að ósekju að ég vilji að hann stofni hljómsveit sem heitir maggi og stelpnastóðið. innilega til hamingju með litlu dúlluna! ég hlakka til að sjá ykkur og nýjasta fjölskyldumeðliminn!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með brósa þinn, það er alltaf svo gaman þegar að það bætist í fjölskylduna hjá manni.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu frænku :O)

Já..GLÖTUÐ þessi hækkun..er svo sammaála þér!!

Stella.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stóra bró! Ég skil hvernig honum líður að vera svona í minnihluta í fjölskyldunni!
Knús, sjáumst um helgina
Lilja

Nafnlaus sagði...

snilldarlega ordad hja ther thetta med thjodveginn... og svo røkrett.
til hamingju med litlu frænkuna.
knus dagny

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast skvís... alltaf gaman að skella sér í einni ,,kaffi" til drífu. Svo fer maður nú að drullast til eyja, ef snjóa leysir hahaha, þarf allavega að komast upp á ásaveg
kv.
Guðný Kr.