þriðjudagur, febrúar 19, 2008

af loðnu og öðrum loðnum kvikindum


það hefur margt lítið gerst undanfarið. við gunni minn höfum haft það notalegt en nú er hann farinn aftur á sjó eftir rúmlega viku inniveru. þeir strákarnir á huginn eru farnir að veiða loðnu en því miður er ég ekki viss hvort notað sé troll eða nót við veiðarnar. nú þurfa allir sem ég þekki að henda sér á hnén (erla, þú mátt segja nén) og biðja alla vætti um góða vertíð. þeir sem stjórna eru nefnilega að hóta að blása loðnuveiði alfarið af þó svo að norðmenn séu búnir að klára sinn kvóta hér nálægt íslandi... maður verður víst bara að bíða og vona...
mér tókst að ná mér í flensuskít um það leyti sem gunni minn fór. hundfúlt að vera lasin og ein heima, enginn til að stjana við mann. en sem betur fer er ég hraust (lesist: þrjósk og ómissandi) og hef samt mætt í vinnu. ég er semsagt að ná þessu úr mér með vítamín- og panódíl-áti og mikilli tedrykkju.

hér er farið að snjóa eina ferðina enn en ég vona að þetta verði ekki jafn svæsið og síðast. en í tilefni þessa langar mig að kasta fram fyrriparti úr vísu:

fannhvít er fönnin bjarta,
fellur sem best hún getur.


og botniði nú!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

holar mitt harða hjarta
helvítis harðsnúni vetur.Svo erum við á nót, svokallaðri grunnnót og erum farnir að fiska einsog vindurinn, vengum 400 tonn í dag og erum spliffa stúrmestrásið.
lov jú beib

Nafnlaus sagði...

Jæjæ Drífa mín ég er búin að vera svo dugleg í allann dag liggjandi á njánum með níf að skrapa drulluna af nakknum en já ég get ekki eitt meiri tíma í þetta komment þar sem ég þarf að festa nappinn aftur á jakkann.
Annars bið ég bara að heilsa öllum á eyjunni fögru. Við sjáumst vonandi eftir 2 vikur þegar að ég kem til eyja :)