miðvikudagur, febrúar 06, 2008

enn snjóar í eyjum


og gunni minn á heimleið til að moka innkeyrsluna!

reyndar er það ekki eina ástæðan. það er víst búið að vera eitthvað bilerí um borð og höfuðlínustykkið (?) hefur styst mikið eftir hverja viðgerðina af annarri. þeir koma því heim til að laga það sem laga þarf og halda þorrablót í leiðinni. við getum því sungið með góðri samvisku: nú er frost á fróni því allur þessi snjór og kuldi er víst ekki á undanhaldi.

það er því glöð drífa sem bloggar í kvöld!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú ert að fá kallinn heim :O)

Verður hann í landi þegar Strandamannapartýið verður??

Kv,
Stella.

Drífa Þöll sagði...

líklega ekki...það á eftir að koma í ljós...vonandi...

Nafnlaus sagði...

veistu að í blómabeðinu mínu eru hvít, gul og fjólublá blóm... og það er ekki langt í túlipanana...
mundu að klæða þig vel, jah eða bara halda þig undir sæng fyrst Gunni er heima ;)
kær kveðja
Dagný S

Nafnlaus sagði...

Glöð eða .... Drífa??? Híhí!!!
Knús á ykkur