miðvikudagur, febrúar 20, 2008

20.02.2002

fyrir sex árum í dag vildi enginn giftast mér. því brá ég á það ráð að æða inn á skrifstofu sýsla og fá pappíra til að skrá okkur hjónaleysin í sambúð, þvingaði gunna minn til að skrifa undir og þar með urðum við löggilt kærustupar. ástæðan fyrir æðibunuganginum í mér var þessi flotta dagsetning. næst verður hægt að lesa dagsetningu jafnt afturábak sem áfram árið 21.12.2112. kannski vill einhver giftast mér þá en þá er líklegt að maður verði orðinn soldið hrumur...
alla vega, gunni minn og ég: til hamingju með að hafa þolað hvort annað löglega í 6 ár, að ég tali nú ekki um tímann þar á undan!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er algjörlega óskiljanlegt að enginn skuli hafa beðið þig um að giftast sér, og varla að maður trúi því, ætli endi bara ekki með að ég geri það, og verð þá heppnasti maður í heimi. (það er að segja ef svarið verði já)

Drífa Þöll sagði...

vitleysingur...

Nafnlaus sagði...

Gunni þú ert krútt! Drífa þú ert heppin!

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er ÞVÍLÍKT sætt !!!!
Til hamingju krúttpungar :)

Nafnlaus sagði...

þið eruð krúttleg ;) til hamingju snúllur ;)hafiði það gott :)

Véfrétt sagði...

Síðbúin lukkuósk - vildi líka bæta því við að leiksystir dóttur minnar er fædd þennan ágæta dag - heppin!!!