laugardagur, febrúar 09, 2008

gunni minn þurfti svo ekkert að moka innkeyrsluna eftir allt saman. það byrjaði að hlána eiginlega um leið og hann kom. en mikið var ég fegin að hafa hann heima í veðrinu í gær, þá vissi ég líka að hann væri óhultur en ekki að berjast í brjáluðu veðri einhvers staðar úti á sjó. svo bjóst ég reglulega við því að rúðan í stofunni kæmi hreinlega inn! jeminn eini! ég hefði ekki boðið í það að vera ein ef það hefði gerst. en við náðum að hafa það huggulegt í rafmagnsleysinu sem veðrið olli.
gunni fór svo í björgunaraðgerðir áðan en gleraugun hans stjána nínon fuku út í sjó í gær niðri við höfn. að sjálfsögðu tókst gunna kafara að finna þau! launin sem hann þiggur munu líklega verða í formi humars sem er nottlega bara frábært. það er yndislegt að búa með svona klárum kalli!
svo er þorrablót hugins ve í kvöld. þeir ákváðu það peyjarnir á heimstíminu í vikunni. það verður örugglega gaman og fínt að fá hákarl. ég hef nefnilega setið á mér í búðunum hér að versla slíkt. gunna finnst lyktin líka vond og svo á ég bágt með að borða heilan bita, vil bara smá smakk. sum sé munum við gunni blóta þorranum í kvöld. et, drekk og ver glaðr!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég skil þig í samb. við að vera með áhyggjur af karlinum úti sjó í svona brjálæði. Ég var rosalega fegin að minn kom í land áður en allt varð geggjað!!!
Njóttu hákarlsins í botn því ég ætla svo sannarlega ekki að gera það oj.