mánudagur, mars 10, 2008

já, ég veit...langt síðan síðast en andinn hefur bara ekki verið yfir mér undanfarið.
fréttahaukar sem ég þekki vita það að sjálfsögðu að loðnuvertíðin fór aftur í gang en er nú senn að ljúka þar sem hrygning er að bresta á. gunni minn hefur rétt komið heim í mýflugumynd og ég hef varla getað knúsað hann neitt. en þegar vertíð lýkur stoppa þeir kannski eitthvað heima, vonandi fram yfir páska.
ég hef örlítið verið á þvælingi til borgar óttans. hitt þar fjölskyldu og vini í góðum gír. meira að segja splæsti ég í flug um helgina síðustu til að komast í árlegt fjölskyldupartý hjá ömmu og afa. þar var sungið við undirleik míns ástkæra bróður, látið eins og vitleysingar, spjallað og haft það notalegt. alltaf jafnskemmtilegt og frábær hefð sem mér finnst að fleiri eiga að taka þátt í ef þeir mögulega geta. þetta er nefnilega skemmtilegt fólk sem ég á. og það er ekki verra að pabba megin er fjölskyldan helv... skemmtileg líka. hvernig yrði það ef þessu liði yrði öllu smalað saman? það yrði örugglega geggjað enda miklir húmoristar báðum megin og söngfólk. kannski ég fari bara að plana það...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast..rosa gaman :O)

Kv,
Stella.

Nafnlaus sagði...

já voruð þið á fylleríi frænkurnar, meiru rónarnir þessir strandamenn.