fimmtudagur, janúar 10, 2008

jæja þá er maður byrjaður að vinna og það af krafti! jedúddamía hvað það er mikið að gera hjá mér...shift.
annarskipti eru framundan, sem og foreldrafundir. það þýðir að ég er endalaust að fara yfir próf þessa dagana, meta verkefni, setja einkunnir inn í mentorkerfið auk þess að undirbúa hefðbundna kennslu og auðvitað að kenna. ég sé fram á að vera að vinna meirihluta helgarinnar. ég þreytist bara við tilhugsunina. helgarnar eiga að vera notaðar í að hlaða batteríin sem eru fljót að eyðast upp þegar aldurinn færist yfir... (ég á afmæli bráðum, sko...)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ungfrú upptekin, reyndi að bjalla í þig í vikunni..já það var okkar númer sem var leyninúmerið..(kíkti aðeins á mömmu þína í gær, hún sagðu mér frá þér og vangaveltunum um leyninúmerið..)

Heyrumst við tækifæri svona þegar fer að hægast um hjá þér..

Knús..
Stella.

Nafnlaus sagði...

Ohhh...Svo það er brjálað að gera hjá minni, það er akkurat öfugt hér á bæ. Ég er að drepast úr leiðindum allann daginn því ég hef ekkert að gera enda fjárfesti ég í Playstation 2 tölvu og ég ætla að varðveita hana þangað til við förum á elló Drífa eins og við vorum búin að ákveða á minni síðu :)hahaha...
Litla barnið í hjartanu að segja til sín haha,,, Knús :*
Kveðja Helga felga