mánudagur, janúar 28, 2008

gunni minn fór aftur á sjóinn í dag og ég er aftur farin að pirra mig á snjókomunni. planið var að þeir huginsmenn færu út í gærkvöldi en herjólfur fór ekki í gær og tveir áhafnarmeðlimir fastir uppi á landi. ég er þeim þakklát fyrir það því að gunni minn var örlítið lengur hjá mér.
kannski ég fari að hundskast upp á land til að lyfta mér upp meðan gunni aflar þjóðinni og okkur tekna? það er kominn rúmur mánuður síðan síðast, alveg kominn tími á þetta...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko alltaf velkomin upp á land í heimsókn. Svo er auðvitað spurning hvenær við Gulla komum næst til Eyja.
Það styttist í það vona ég.

Pápi