jebbs...fór í þórsmörkina á fimmtudaginn. við gátum samt ekki tekið júnímokinn þar sem hann bilaði í upphafi ferðar. þrátt fyrir það var farið á þessum líka fína jeppa. þetta var rosagóð ferð, farið í fjallgöngu, grillað í holu, drukkinn bjór og svo var líka þessi fína kvöldvaka sem skálavörðurinn stóð fyrir. þar var til skemmtunar myndasjóv af jeppaferðum skálavarðarins og vina hans. við höldum að þetta hafi verið hans leið til að svæfa villingana frá vestmanneyjum.
það sem stendur þó upp úr eru nýyrðin sem urðu til:
bensíndólgur = sá sem dælir bensíni, borgar ekki fyrir og keyrir í burtu.
andversa = öfugmæli
færeyskur sleðahundur = hundur sem er líkur íslenskum fjárhundi en hefur hæfileika grænlensks sleðahundar.
við samferðamenn mína segi ég: takk fyrir skemmtunina!
við alla: gleðilega páska!
laugardagur, apríl 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gleðilega páska.... gaman að heyra þessi nýyrði... en hvað ætli það kallist þegar einhver keyrir frá bensíndælunni með byssuna og bensínslönguna í bílnum?
kv. EY.
Skrifa ummæli