föstudagur, apríl 21, 2006

gleðilegt sumar allir saman!
það var blíða hér á suðurhafsparadísinni á sumardaginn fyrsta. ég skellt mér í göngu til að reyna að losna við páskaspikið. sól skein í heiði, ég heyrði lóuna syngja dirrindí, sá að það er komið mikið af fýl og vonaðist til að sjá lunda en var ekki svo heppin. hann er víst reyndar sestur upp þannig að opinberlega kom sumarið um 12. apríl hér í eyjum. svo hí á ykkur sem ekki hafið lundabyggðir til að flýta fyrir sumarkomunni!

1 ummæli:

Íris Sig sagði...

Það er sko greinilega ekki komið summar hér í borginni.. maður þarf að skafa morgun efitr morgun hér!!!!
Ég myndi sko alveg vilja búa bara heima!