var að enda við að horfa á gullmola á tcm sjónvarpsstöðinni. þetta var hin ,,víðfræga" seven brides for seven brothers. ég hafði einhvern tímann séð byrjunina á henni og ákvað því að láta vaða og klára hana. söguþráðurinn var að ung kona giftist manni sem býr í afdölum í ameríkuhreppi. þegar hún mætir á staðinn á hann 6 bræður sem eru hálfgerðir villimenn. myndin sumsé gengur út á að finna konur handa þessum 6 bræðrum og besti parturinn við hana er að þetta er dans og söngvamynd! ógleymanlegt var atriðið þar sem bræðurnir 6 voru úti í skógi að höggva við í eldinn um hávetur. að sjálfsögðu brustu þeir í söng og dönsuðu eins og vindurinnmeð axir og sagir í höndunum. einstaklega fyndið að sjá rednecks dauðans syngja ljúft lag og hoppa um eins og ballerínur.
eina sem hægt er að segja núna: they don´t make them like they used to!
sunnudagur, apríl 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahah það er rétt hjá þér...svona myndir eru ekki gerðar í dag. Ég man eftir að hafa séð þessa mynd sem krakki. Ætti kannski að rifja upp gömul kynni.
Skrifa ummæli