þriðjudagur, febrúar 12, 2008

mont!


glöggir áhorfendur kvöldfrétta rúv í dag hafa væntanlega séð frétt um söfnun nemenda 5. bekkja hamarsskóla fyrir rauða krossinn. þarna voru börnin mín (og hinna kennaranna líka) að sýna afrakstur söfnunar til handa skólabörnum í gambíu. þau söfnuðu skólatöskum, pennaveskjum, litum, blýöntum, bókum, fötum og fleiru nytsamlegu. þessi söfnun var í tengslum við átak suðurlandsdeilda rauða krossins og við fengum að taka þátt. forsprakki rauða krossdeildar vestmannaeyja, hermann einarsson alls staðar, kom síðastliðinn föstudag og tók við gjöfunum og hélt smá fyrirlestur í leiðinni.

fréttamaður rúv í eyjum kom og myndaði þetta allt í bak og fyrir og tók viðtal við tvo krakka. ég er að rifna úr stolti yfir hvað krakkarnir mínir voru duglegir og gjafmildir. ekki var heldur verra að þau skyldu komast í sjónvarpið fyrir vikið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá ykkur, missti samt af þessu í sjónvarpinu.

En frábært hjá ykkur :O)

Stella.

Nafnlaus sagði...

Æðislegt framtak !!!
En vá hvað ég hló þegar ég las Hermann Einarsson alls staðar hahaha...
Hvar væri heimurinn án þín Drífa Þöll ???

Nafnlaus sagði...

Drífa
Pabbi þinn er stoltur af þér

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara frábært hjá ykkur og þúmátt alveg vera stolt af börnunum þínum. En ég segi það saga og Helga Hermann Einarsson alls staðar hahahahaha bara fallega orðað.

Kveðja Erla "Smella"