þriðjudagur, júlí 03, 2007


ég hef ákveðið að pakka sjálfsvorkuninni niður í bili. í bili segi ég vegna þess að ég þekki mig nógu vel til að vita það að ég get ekki pakkað henni niður fyrir fullt og allt. (það er ættgengt að vera dramadrottning, bræður mínir eru samt verri en ég!)


ég náði að rífa mig upp á laugardag og fór með fullt af liði út í stafsnes á tuðrum og þar var grillað, kjaftað, kveiktur varðeldur og fengið sér í aðra tána. svo þegar haldið var heim á leið var farið í partý til ölmu og frigga. ég verð að játa að þetta er eitt mesta stuðpartý sem ég hef farið í lengi. alma átti hrúgu af '90's danstónlist og við fórum að reifa. hún meira að segja dró fram svona sjálflýsandi prik sem við sveifluðum um allt eins og þetta var í denn. aðrir voru ekki alveg jafnhrifnir og fóru á pöbbann, en ég, alma, gaui og friggi fíluðum okkur í tætlur. bara gaman!


svo er búin að vera svona líka blíðan og það hefur bara kallað á að sitja í sólinni eða að vinna í garðinum. ég hef gert meira af því að sitja í sólbaði eins og fín frú. þegar sólin fór að fela sig í gær bar ég reyndar olíu á pallinn, ætlaði að halda áfram í dag en það er aðeins of blautt. svona veður þýðir það að ég hef ekki lengur afsökun til að þrífa ekki húsið mitt að innan. það verður sum sé verkefni dagsins. góð tónlist í eyrun og þá verður þetta ekki mikið mál.


svo styttist í að gunni minn komi heim (vei!) og við skellum okkur til föroyjarna (húrra!). hann nær samt ekki að koma heim fyrir gosloka-afmælið en ég ætla ekki að fara að skæla yfir því, vík frá mér sjálfsvorkunn!

1 ummæli:

Véfrétt sagði...

Kannast við sjómannskonusyndromið -e.k. malarbúa-nútímaútgáfa af því er ,,konu-hótelbransamannsins-syndromið" - fjarverur eru jafnan miklar á ferðamannatímanum í þeim bransa. Hef þó óspart og kinnruðalaust notað kúluna á framhlið minni sem beisli á ferðagleðina í sumar, yfirmönnum sjálfsagt til ama... en hey...
Annars vildi ég bara nefna það að þú ert ansi dugleg - femínistinn í Eyjum.