þriðjudagur, maí 15, 2007

helgin

við gunni minn fórum upp á land á föstudag, afmælisdegi litlu systur (til hamingju lú mín!) til að gleðjast yfir 15. afmælisdegi lúar, nýrri íbúð bjarna vals og evu, nýjum tímum í íslenskri pólitík (geisp) og júróvisjón.

föstudagurinn rólegur. tapaði í trivjal en einhvern tímann verður allt fyrst!
laugardagurinn fór í afmælisveisluna hennar lucyar. gaman að hitta næstum alla móðurfjölskylduna á einu bretti en svo var brunað í innflutningspartý til bjarna vals og evu upp á hellisheiði.
nú spyrja menn sig: bíddu en hvað með júróvisjónpartýið hjá kötlu og örvari?
svarið er: ég sveik lit (roðn) og tilkynni hér með að það mun ég ekki gera aftur nema eitthvað alveg sérstakt komi til!
hvers vegna? spyrja menn og konur.
svarið: jú það skal ég segja ykkur. áhugi hellisheiðarbúa og gestum þeirra á júróvisjón var stórlega ábótavant! það heyrðist varla nokkur tónn fyrir kjaftagangi og samt stalst ég oft til að hækka eins og hægt var (ekki sérlega góðar græjur), meira að segja dirfðist fólk að biðja mig um að fara að horfa á sjónvarpið inn í svefnherbergi!!! það verður því að segjast að ég naut þess ekkert sérlega að horfa/hlusta á júró. annars fín keppni ef maður kann varalestur!
svo ekki nóg með það þá skeit páll magnússon útvarpsstjóri upp á bak þegar hann (ásamt fleirum eflaust) ákvað að kötta á úrslitin fyrir fyrstu tölur úr kosningunum! það var öll fokking nóttin eftir til að velta sér upp úr þessu kosningadóti öllu en bara 4 mínútur eftir af júróvisjón! svo var þetta kosningasýstem að breytast alla nóttina þannig að það skipti ekki máli fyrir fyrstu tölur að vera birtar 4 mínútum fyrr eða seinna.
við örvar ætlum að minnsta kosti að fara í mótmælagöngu út af þessu...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dísöss...eigum við að ræða Serbíu einhvað frekar, ágætt lag en hörmungar atriði, ég var ekki sátt, gafst upp á þessu júró drasli og byrjaði að krulla hárið á Ásu Hrönn.

Nafnlaus sagði...

Segi það sama, serbarnir voru flottir ef maður var með lokuð augun..... Flottar raddir.