laugardagur, maí 26, 2007

göngu-hrólfur

sólin skín glatt í eyjum í dag. vildi óska að það rigndi í rvk (sorrý laila og lúlli) en þá væru þau hér um helgina. gangi ykkur annars vel að mála húsið ykkar. vonandi endar þetta í góðu nágrannapartýi!
skellti mér í göngu í morgunn kringum fellið. og fyrir þá sem ekki vita hvað ég á við þá er það helgafellið, ekki eldfell enda ansi stórgrýtt ennþá í kringum það. það er alltaf eitthvað sniðugt að sjá; ég sá hund að spóka sig án eiganda síns, mann að gefa hestunum sínum hey, slatta af lömbum og bakpokatúrista með barnakerru en það hef ég aldrei séð áður.
svo fer maður að undirbúa grillveisluna í kvöld. það stefnir nefnilega í að fleiri bætist í hópinn, vei!
við eva ætlum svo að kíkja í búðina á eftir til að kaupa meðlæti með hrefnukjötinu, nammmmmmmmm, og svo eitthvað fyrir þá kettlinga sem ekki borða þennan eðalmat.
heils!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já takk, heyrðu ég er á leiðinni! Er ekki kjötið komið á grillið?
Annars góða skemmtun!