fórum í fyrstu tuðruferð sumarsins í gær. veðrið var of gott til að sleppa því þó að kalt væri. klæddum okkur bara vel og við fórum vestur fyrir heimaey og austur að bjarnarey.
vorboðinn okkar, lundinn, sást ekki, en nokkrar ritur voru búnar að koma sér fyrir á klettasyllum og það var sægur af æðarfugli út um allt.
það sem var þó merkilegast í þessari ferð var að ég sá skarf æla upp úr sér fiski til að geyma til betri tíma OG svo sáum við selkóp sem lá í mestu makindum inni á kví inni í klettsvík. við komumst alveg ótrúlega nálægt og hann stakk sér ekki í sjóinn fyrr en gunni gerðist svo djarfur að klappa honum. þá hvæsti hann og stakk sér til sunds.
vonandi tekst mér að setja mynd af selnum snorra þessu öllu til sönnunar.
2 ummæli:
Vá ævintýraferð! Vonandi fær maður einhvern tímann að fara með í tuðruferð!
Kossar og knús
Vóóóo kúúúl. Pant sjá sel næst þegar ég kem til Eyja!!!
Skrifa ummæli