laugardagur, apríl 14, 2007

vorið er næstum komið. ég sá fleiri tugi af lóum suðrá eyju, tvo tjalda og nú er beðið eftir að lundinn setjist upp. en hann er mættur, situr á sjónum og bíður eftir að setjast upp og þar með tilkynna eyjamönnum að sumar sé í nánd. svo er grasið farið að grænka í garðinum mínum og birkikvisturinn byrjaður að bruma. þetta er æðislegur tími og enn betri framundan!

en hann maggi stóri bróðir minn á ammæli í dag. ekki nema 36 ára, unglingurinn sjálfur! innilega til hamingju elsku bróðir! vildi að ég kæmist í skötuveisluna í kvöld!

annars eru fleiri ammælisbörn í apríl sem ég gleymdi að segja frá:
nýfæddur kötlu og örvarsson, 3. apríl
sigríður birta, 6. apríl
lilja eygerður, 7. apríl
nottlega maggi bró, í dag 14. apríl
margrét þórhildur danadrottning, 16. apríl

til hamingju öll!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að muna eftir mér :D

Nafnlaus sagði...

Ps. Ari Páll er pínu sár.... :D

Drífa Þöll sagði...

og til hamingju ari páll!

Drífa Þöll sagði...

og til hamingju ari páll!