ég fékk líka ammæligjöf í dag, liggaliggalái...og það frá útlöndum! jebb hún lilja mín og strákastóðið voru að senda mér dvd af tónleikum depeche mode: touring the angel. ég fékk þvílíkan fiðring þar sem við lilja fórum einmitt á tónleika í þess ferðalagi þeirra félaga úti í lyon í fyrra. ég skellti þessu nottlega í græjurnar eftir að hafa spjallað við lilju (sem unir sér vel í 18 stiga hita og notalegheitum í meximeux) og ég sver'ða ég fékk gæsahúð hvað eftir annað og svei mér ef að það örlaði ekki á einu eða tveimur tárum á hvarmi. takk takk takk og dm rokkar!
annars er gunni minn heima núna og verður eitthvað áfram. hann er kominn með fast pláss á guðmundi ve og ég er offissjallí orðin sjómannskona. djö...finnst það ekki gaman en svona verður þetta að vera. hann fer líklega á sjó aftur í lok mars.
við fórum einmitt á árshátíð starfsfólks grunnskóla vestmannaeyja um síðustu helgi. svaka stuð, góður matur, skemmtilegt fólk, fyndin skemmtiatriði og svo fórum við í partý til ástu steinunnar og gauja. guðný var nebbnilega í eyjum þannig að maður varð að drekka eins og einn bjór með henni. mikið gaman og mikið grín.
svo erum við boðin í mat annað kvöld til samkennara míns og spúsa hennar þannig að það er nóg að gera í félagslífinu! manni leiðist sko ekki á eyju dauðans!
föstudagur, mars 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Verði þér að góðu ljúfust! Riiiisasakn
Skrifa ummæli