sunnudagur, nóvember 11, 2007


hef ætlað mér að blogga alla vikuna en hef ekki haft eirð í mér til þess. hef verið að hugsa of mikið um james vin minn (þessi á myndinni). fyrir ykkur sem komið af fjöllum þá hittum við kvennó-gellurnar hann á selfossi um síðustu helgi. við vorum í bústað í ölfusborgum og áttum erindi í apótek og þar skammt frá hittum við þennan fallega unga mann. læt það samt fylgja með að gunni minn er miklu sætari...

ég fór sem sagt í bústað með stelpunum um síðustu helgi. þetta var ógó gaman, félagsskapurinn frábær, maturinn góður, bjórinn kaldur og kanínurnar sem skoppuðu fyrir utan bústaðinn sætar. laugardagurinn var menningarlegur. við fórum á listasýningu í hveragerði, á veiðisafnið á stokkseyri og borðuðum humarsúpu á veitingastaðnum við fjöruborðið. skemmtiatriðin klikkuðu ekki og laila er núna stoltur handhafi bikars og nafnbótarinnar: besta vinkonan. verð samt að segja að stofuhillan er hálftómleg núna þar sem farandbikarinn stóð áður, hef verið að velta fyrir mér að kaupa einn. bara svona til að eiga...

meðan ég skemmti mér í bústað með stelpunum notaði gunni tækifærið og fór á sjó á sunnudagsmorgninum. það var því einmana kisi sem tók á móti mér á sunnudagskvöld.

gunni og félagar á huginn ætluðu sér að veiða makríl á kantinum en makríllinn fannst ekki og svo var skítabræla þannig að þeir komu í land í sólarhring á aðfaranótt miðvikudags. ég var voða glöð að fá að knúsa gunna minn smá áður en hann þurfti að fara og afla þjóðinni (og okkur) tekna.

fleiri spennandi sögur koma seinna. ég verð að hafa eitthvað til að skrifa um í næstu færslum svo að ég ætla að búta þessa langloku niður.....heils....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver er þessi mannvera by the way??

Stella.

Drífa Þöll sagði...

þessi gaur er ofurfallegur fyrirseti sem mændi á okkur af auglýsingaplakati í mollinu á selfossi. við tókum okkur bessaleyfi að gefa honum nafn og persónuleika og nú elskum við hann allar...