eða sko textinn. ég á eftir að ræða við tónskáld um framhaldið. en hvað finnst ykkur annars? er þetta að gera sig?
Þegar hann er á sjó...
Hann er farinn á sjó
og ekkert nú mig tefur.
Ég stefni að því að verða mjó
Áður en hann næst um mig örmum vefur.
Ekkert mig nú stoppar
ég sjoppa eins og svín.
Vísakortið um veskið hoppar,
að vera ein er ekkert grín
Viðlag:
Þegar hann er á sjó, la la la
Hitti ég stelpurnar og djamma, la la la
Blikka gæjana, jó!
En alein heim alltaf þramma
Djammið fer í forgang
aftur og aftur á pöbbann fer.
Ég borga annan umgang
viltu ekki djamma með mér?
Viðlag
Þegar hann er á leið í land
verð ég að skríða saman.
Setja allt húsið í stand
og flikka mig upp í framan.
Viðlag
Ég bíð á bryggjunni og hann kyssi
þegar báturinn er bundinn við land.
Ef hann nú bara vissi
að djammskútunni sigldi í strand
Einu sinni enn......
fimmtudagur, september 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Drífa þú ert bara snillingur! Ég heyri Kristófer Helgason (í huganum sko!)kynna lagið á Bylgjunni: ... Og hér næst er glænýr slagari með frægustu hljómsveit Vestmannaeyja, með hina þvengmjóu Drífu í fararbroddi, og þau ætla að flytja lagið Hann er á sjóóóó....
Eða verður þetta kannski kynnt svona af Gerði Bjarklind í Óskastundinni??
ég býst alla vega fastlega við því að óskalög sjómanna spili þetta nokkrum sinnum...hehheheheh...
Snilld..:O)
Stella.
frábært... er sko alveg ad gera sig :)
kvedja Dagný
Hehe þetta er einmitt alveg að gera sig! Kv. Sæa pæa
Djöfull er þetta grípandi texti!!! Ég ætla að setjast niður með lofthljómborðið mitt og finna einhverja góða laglínu sem allir fá á heilann!
Má ég benda á sjómannadagslagakeppni Rásar tvö sem fram fer árlega - Vinningslagið 2008 verður flutt af Drífu Þöll og skoffíni með lufthljómborð.
Skrifa ummæli