þriðjudagur, september 11, 2007

sjómannskonulíf...

þrátt fyrir miklar væntingar um pysjubjarganir í síðustu færslu hafa ekki fleiri pysjur ratað mína leið. ég hef nú heldur ekkert verið út um allan bæ allar nætur til að hafa upp á þessum greyjum, mér finnst alltof gott að kúra mig inni þegar það er þoka, rigning og rok. ég er einmitt farin að hafa áhyggjur af því að ég sé að verða mosavaxin ef veðrið heldur svona áfram, þ.e. rigning og aftur rigning. hélt að gróðurinn væri að fara að leggjast í dvala og þyrfti því ekki á allri þessari vætu að halda, svei!
annars er gunni minn farinn á sjó aftur. hann er þó kominn í aðra áhöfn, á huginn ve. þeir fóru á aðfararnótt mánudags frá eskifirði og verða komnir á miðin eftir u.þ.b. 8 klst. þeir eru að fara norður í rassgat eins og það kallast eða smuguna. þetta er svo norðarlega að það verður mun styttra fyrir þá að landa í tromsö í norge heldur en að sigla alla leið til íslands. veiði hefur ekki verið mikil undanfarið hjá hinum sem hafa verið við veiðar en það var að fréttast af einhverri síld þarna norðurfrá þannig að nú er bara að krossleggja putta svo að gunni minn þurfi nú ekki að láta sér leiðast þarna um borð. hann kemur vonandi heim næst um mánaðarmótin, ekki nema rúmar tvær vikur í það. það er samt erfitt að vera heima og sakna hans alla daga, svona er sjómannskonulífið...
já sjómannskonulífið. af hverju hafa ekki verið samin lög um það??? ég skora nú á tónelska að setja saman góðan slagara um það hversu mikið stuð það er að vera heima meðan kallinn er á sjó, það væri örugglega hægt að semja nokkur og setja á disk. titlar eins og: ég hengi út þvottinn eða hvar landar hann næst? eða saumaklúbbur í kvöld gætu orðið ódauðlegir. við ásta steinunn gætum jafnvel samið texta ef einhver kemur með grípandi laglínu. áhugasamir látið vita!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo fyndinn... hahahahaha Még lýst nú samt vel á það að setja saman eina plötu eða svo um svona líf (ekki það að ég viti hvað er verið að tala um þar sem ég hef aldrei verið með sjómanni) en ég mæli með hljómsveitinni Tær til að sjá um þetta....

Nafnlaus sagði...

Gleymdia ð segjaa ð þetta er Erla ,,Smella" :)

Nafnlaus sagði...

Kvitt, kvitt, hvet thig til ad byrja ad semja frænka ;)
Bestu kvedjur, Tóra frænka i Dk.

Nafnlaus sagði...

Iss..ég skal semja texta ef einhver annar semur lagið :O)

Frábær hugmynd!!

Stella.

Nafnlaus sagði...

Konur sem sjómann brúka,
sameinast höndum tveim,
rembast svo úr fer að rjúka,
upphandleggsvöðvum á þeim.

Drífa Þöll sagði...

jahérna gunni minn, bara orðinn textasmiður...