mánudagur, júlí 09, 2007


jæja. það var að sjálfsögðu mikið stuð á goslokum. (myndin var tekin í skvísusundinu og er á vefnum sudurland.is, undir ljósmyndir, vestmannaeyjar, goslok 2007)
caps lock hvað var gaman! dýrindis læri og meððí hjá ástu steinunni, garðpartý hjá arnóri bakara og helgu og svo skvísusundið! þjóðhátíðarbrandararnir frá því í fyrra og hitteðfyrra rifjaðir upp og ótrúlega mikið hlegið. við dönsuðum eins og vindurinn, aðallega í tveimur króm og svo var nottlega kjaftað við mann og annan. við stelpurnar skemmtum okkur þrusuvel langt fram undir morgun án kallanna okkar, en þeir verða kannski næst!
annars á gaui gamli ammæli í dag og ég óska honum innilega til hamingju með daginn. vonandi bakar kokkurinn handa þér köku gaui minn!
gunni minn er á leiðinni í land og það er því ekkert því til fyrirstöðu að hann komi með mér til færeyja, júhú! hann kemur heim á morgunn. vei! svo nú er það bara að fara að huga að því að pakka niður fyrir sólina í færeyjum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það gat verið að þið kellingarnar væruð á einhverju útstáelsi þegar við peyjarnir erum að afla þjóðinni tekna, en ég óska Guðjóni Hróðmar til hamingju með afmælið og við förum bara einir saman á ac/dc fillerí þegar við hittumst næst, og nú sing ég bara "ó elsku vina mín ég er á leið í land" bæjó

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Færeyja!!!!!!!!!!!

Dæmigert að við séum á leið til Eyja þegar þið eruð á leið annað :O/

Stella.