þriðjudagur, júní 12, 2007

sumarfrí

já loksins loksins er konan komin í sumarfrí! síðasti vinnudagur í gær, var stuttur í annan endann þar sem lítið var eftir að gera. yndislegt að geta slappað af næstu tvo mánuðina.
annars verður maður á flandri meira og minna í allt sumar. upp á land og heim, upp á land aftur og heim, upp á land, til færeyja og heim, upp á land og heim og svo þjóðhátíð! (ég held alla vega að röðin sé svona)
gunni minn er farinn á sjóinn, fór í gærkvöldi. ég græddi smá meiri tíma með honum eftir sjómannadag því að það þurfti að græja síldarvélarnar fyrir vertíðina. en í gær var það búið og gunni minn sigldur norður fyrir land. að öllum líkindum sé ég hann ekkert aftur fyrr en rétt fyrir færeyjaferð þar sem þeir munu landa á þórshöfn á langanesi næstu vikurnar. jæja, þýðir ekkert að röfla yfir því, það verður þá líka bara miklu skemmtilegra að hitta hann aftur...
það er komin dagsetning á færeyjar, föstudagurinn 13. júlí (shift!) og komum heim aftur 20. júlí. við ætlum að vera grand á því og vera á hótel færeyjum allan tímann og leigja okkur bílaleigubíl 5 af þessum dögum. omg hvað það verður gaman!!! nú situr helga björk vinkona mín og öfundar mig, hehehehe....

ég vona að ég hafi ekki móðgað afmælisbörn maímánaðar þar sem ég gleymdi að telja þau upp (sorrý öddi og lú!). þess vegna ætla ég ekki að gleyma júníliðinu en afmælisbörn júnímánaðar eru mýmörg og ég ætla ekki að gleyma neinum:

eva hrönn, guðný, albert elías, pabbi, mamma, snorri stóri, ísland, árni dagur og auðvitað hún hekla mín. til hamingju öll sömul!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu þa Drífa mín núna sit ég og grenja yfir þessum hamingju örlögum þín og Gunna, ég er svo HAPPY fyrir ykkar hönd !!! Djók !!! Ég þoli ykkur ekki !!! hahaha...Ein tvískipt haha...
Þetta verður rosalegt ævintýri, passaðu þig bara að taka nógu andskoti mikið af myndum af öllu svona skrítnu, eins og mann að slá þakið hjá sér, hvað þá karla að smúla bryggjuna með pípu í kjaftinum, sms, áklæðið á sófunum í hótel Færeyjum og einhvað svona,ég hlakka svo til að vita hvernig þetta fer allt saman :)
Ætlið þið ekki að keyra út um allt ?? í gegnum öll göng og svona ??

Drífa Þöll sagði...

já það verður rúntað um allar jarðir, farið í eins mörg göng og eru í færeyjum og siglt með ferjum og ég veit ekki hvað og hvað!!! þú kemur bara með næst!

Nafnlaus sagði...

Jahá...ég læt mig sko ekki vanta, ég smygla mér bara í einhverja ferðatöskuna þína, poppasvo upp á hótel Færeyjum og ÖSKRA "SURPRISE"!!! Vá hvað það myndi vekja mikla lukku :)

Nafnlaus sagði...

hæbs! get ekki annað en sent línu þar sem ég rakst á þig í eitthverju netflakki. Finnst tilviljunin nefninlega soldið fyndin. Ég heiti líka Drífa og er Ármannsdóttir, kærastinn minn er sjómaður, ég er vatnsberi og fædd ´74... hmm... svo heldur maður alltaf að maður sé svo einstakur!

http://www.myspace.com/75772932
drifaa@simnet.is

Íris Sig sagði...

hæhæ... Ég er sko sármóðguð yfir þessari maí upptalningu sem þú gleymdir :( heheh
Verður að vera í bandi þegar þú kíkir í borgina.. þar sem ég er ekkert á leiðinni útí Eyjar á næstunni þar sem ekkert farartæki vill hleypa mér uppí sökum mikillar þyngdar :)....

Véfrétt sagði...

Hey, til lukku með sumarfríið. Megirðu njóta út í æsar. Vil benda á möguleika á gistingu í góðum félagsskap í afbragðssumarhúsi í Miðhúsaskógi einmitt í vikunni fyrir Færeyjar, gæti passað svona á leiðinni þangað...? En hvað er þetta annars með þig og Færeyjar?

Drífa Þöll sagði...

varð ástfangin af landi og þjóð síðast þegar ég var þarna. stoppaði reyndar stutt og verð þess vegna að fara aftur og vera lengur. kannski líður manni svona vel þarna þar sem þetta er ekki mjög ólíkt eyjunum fögru í suðri.
þakka gott boð í sumarbústaðinn, hvað veit maður nema maður kíki. eruð þið kannski að flytja þangað???

Nafnlaus sagði...

Takk Drífa!