var að koma heim eftir vikudvöl í borg óttans. voða gott að koma heim og kisurnar voru alveg óskaplega glaðar að sjá okkur. notaði tímann í rvk til að hitta lailu mína og drekka töluvert af rauðu með henni og ólöfu (mjög gaman) og hitta pabba og gullu og annað slekti (líka mjög gaman).
fór ekki í 1. maí göngu (roðn...)
svo keypti ég loksins gardínu fyrir þvottahúsgluggann. ekki seinna vænna þar sem við erum bara búin að búa hér í tæpt ár. svo er spurning hvort að það taki nokkuð annað ár að hengja helvítið upp...
annars er heilsan öll að koma til eftir læknastúss vikunnar. er reyndar mjög þróttlítil en það kemur. mér skilst að klukkutíma svæfing sé eins og 3 vikna fyllerí þannig að þið kannski áttið ykkur á hvers vegna maður er svona máttlítill. ég stefni samt að því að vera komin upp úr þessu í síðasta lagi á sunnudag svo að ég komist með gunna mínum í tuðruferð. það er nefnilega spáð svo góðu veðri. sumarið er pottþétt að koma, alla vega segir siggi stormur það! jei...
föstudagur, maí 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æ velkomin heim ljúfan! Gott að var gaman í bænum! Ég var einmitt að furða mig á því hvað hefði orðið um þig! Láttu þér nú batna fljótt, heyrumst líka fljótlega ok?
Skrifa ummæli