föstudagur, febrúar 25, 2005

jessöríbobb! maður er fluttur, næstum búin að gera íbúðina hæfa til að skila lyklum og nú bíður maður spenntur eftir 1. júní. við gunni minn erum að springa úr spenningi sem á eflaust eftir að magnast þegar líður á vorið og við förum að sjá fyrir endan á biðinni eftir húsinu.
reyndar erum við í mjög góðu yfirlæti hjá ástu steinunni og gauja og það væsir sko ekki um okkur. sakna kisa reyndar og hann virðist sakna okkar. hann hefur tvisvar stungið af til okkar fyrra heimilis og er gunni eins og þeytispjald á milli að rúnta með köttinn. ég held að bráðum verði kisi orðinn svo bílvanur að þeir fara að fara saman á bryggjurnar! þeir geta þá haft rúðurnar skrúfaðar niður og notið fýlunnar saman sem liggur hér yfir öllum bænum. peningalykt smeningalykt! algjör vibbi!!! þá kýs ég frekar kúaskít sem nýbúið er að bera á tún!
heils
d.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Vá ég skil vel hvað þið eruð spennt!!!! Ertu búin að innrétta allt húsið í kollinum ??? Ef ekki þá er ég sko að læra innanhúshönnun og arkítektúr hahahahahaha. Ýkt langt síðan ég hef heyrt í þér og spjallað sniff sniff. Við verðum að fara að hittast á netinu og/eða skæpast!!!!! Já og þarf ekkert að fara að skipuleggja innréttingar í þjóðhátíðartjaldinu....ég meina það verður fagmaður á svæðinu hahahaha (djís hvað ég er fyndin) svo ekki sé talað um þessa blessuðu búninga!!!!