laugardagur, febrúar 05, 2005

sjaldséðir hvítir...

sælir góðir hálsar nær og fjær! (jú líka þið hin sem eruð með flensuna) jors trúlí hefur ekki verið sérlega iðin upp á síðkastið við að auglýsa hvað er að gerast í lífinu....enda er allt rólegt á vesturvígsöðvunum...
við skrifum undir kaupsamning eftir helgi (jibbí) og svo er að fara í gang allt í sambandi við söluna á íbúðinni. enn er ekki komin dagsetning á hvenær við þurfum að flytja út en það verður örugglega fyrr en seinna. ásta steinunn og gaui hafa aumkað sig yfir okkur og við munum búa hjá þeim þar til yfir lýkur. kisi flytur þó í framtíðarheimilið okkar þar sem við treystum honum ekki til að vingast við lennox og tyson (kettina hennar ástu st.) en í staðinn vonumst við til að hann eigi platónskt samband við cassöndru sem er kisan þeirra sem við kaupum af. platónskt spyrjið þið? jú því bæði eru geld og því ekki möguleiki á öðru.
er á góðri leið með að gjörbreyta mataræðinu á heimilinu eftir að hafa séð þætti sem kallast You are what you eat. breskir þættir um fólk sem fær næringarfræðing til að hjálpa sér við að breyta um lífstíl. ókei, fólkið er allt hátt í tvöhundruð kíló en fokk hvað fólk getur étið mikinn viðbjóð og á hann gjörsamlega á lager þannig að það er seif þó að það komi kjarnorkuvetur! tek það fram að ég er algjör nammigrís og finnst gaman að borða góðan mat og hreyfi mig helst ekki meira en þarf. en núna er ég farin að fara út í göngur og borða mandarínur í öll mál! ég verð mjórri með hverri mínútunni! ég verð orðin há, grönn og ljóshærð þegar þið sjáið mig næst!
jæja stutt núna en febrúarheitið mitt var að vera duglegri við að blogga og við vitum öll hversu góð ég er að halda heitin mín....en these are good intensions!
peace!

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Vá það er svo mikið að gera hjá ykkur!!!! Talandi um matarræði eða matar..æði þá er ég komin með mission líka "operation Angelina Jolie" (án vara). Vona að mér takist það fyrir Þjóðhátíð. hehehehe. Hey hvað með búningana!!!