....á gervihnattaööööld!
jeminn haldið þið að þetta sé leti dauðans! til hvers að reyna að vera nörd ef maður vinnur ekki að því hörðum höndum. þetta er örugglega eins og líkamsrækt: einu sinni á dag kemur skapinu í lag! en þetta er líka eins og með líkamsræktina: maður gefst upp eftir u.þ.b. mánuð....
en hvað um það!
lífið er yndislegt hér í vestmann. við höfum það voða gott hjá ástu steinunni og gauja. losnuðum reyndar við þau um páskana og í stað þess að slappa af fengum við magga bróður og barnastóðið hans í heimsókn. að öllu gríni slepptu þá var það alveg ofsagaman og leiðinlegt að þau skyldu ekki geta verið lengur! það verður bara lengra næst þegar maður verður kominn í húsið sitt og nóg pláss fyrir alla og tuðran verður komin í gagnið. ójá krakkar mínir: TUÐRAN!!!!! það munu verða til björgunarvesti fyrir alla og allir góðviðrisdagar sumarsins verða nýttir í tuðruferðir kringum eyjarnar, útí eyjarnar, upp í markarfljót....út yfir endimörk alheimsins þess vegna! jibbí! já krakkar mínir komiði sæl hér verður aðalfjörið í sumar! utanlandsferðir hvað???
svo nottlega verður aðalpartýið á þjóðhátíðinni hjá mér og heyrst hefur að innanhúsarkitektinn í hópnum sé með ákveðnar hugmyndir að innréttingum í tjaldið!!! styð hana í hvívetna og vona að gáfumenn verði nógu gáfaðir til að fagna þeim breytingum sem hún eva innó boðar!
og talandi um þjóðhátíð. sagt er að elvis muni lifna við og mæta! dánánáná.......
þriðjudagur, mars 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli