það er nóg að gera á stóru heimili eins og þar stendur. þó að íbúðin hafi ekki stækkað er óhætt að segja að það sé óvenjulegt að hafa 3 búslóðir inni í einni íbúð sem ekki er stærri en þetta. sjæse! jóna mjóna fékk að setja dótið sitt inn í gær. og í fyrradag vorum við búin að tæma litla herbergið plús að taka nokkuð mikið úr stofunni og ýmislegt annað drasl. en svo kom nú bara á daginn að það reyndist ekki nóg!
litla herbergið er stútfullt, frá gólfi upp í loft sem og hálf stofan og hluti af ganginum. auk þess fórum við með eldhúsborðið okkar og stólana til að koma hennar borði, bekk og stólum inn. þvottahúsið prýðir nú tveir ískápar, einn frystiskápur og ein þvottavél (að auki við frystikistuna okkar og þvottavél). geri aðrir betur! við erum líka alveg komin á það að fara fyrr en búist var við. það er ekkert gaman að búa í svona kraðaki!
ég verð því að tilkynna þeim sem höfðu hugsað sér að koma í heimsókn áður en við flyttum að því miður er ekki hægt að taka á móti ykkur :-( það verða þá bara fjöldaheimsóknir í byrjun júní í nýja húsið mitt. jibbí! en það væri kannski betra ef það yrði um miðjan júní, jors trúlí er nefnilega að fara til ítalíu í byrjun júní.
húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!
mánudagur, febrúar 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli