þriðjudagur, febrúar 08, 2005

allah gef mér úlfalda!

jæja, þá er það eiginlega alveg komið á hreint. við hjónaleysin munum yfirgefa palestínu um mánaðarmótin færa okkur austar, það virðist vera rólegra þar...ehehhee...
en við fórum að hamast við að byrja að pakka niður í gærkveldi. við fylltum 15 kassa en það er aðeins brot af því drasli sem var í litla herberginu. sjitt...þetta á eftir að vera svo mikið! en vonandi man gunni minn eftir því að ná í fleiri kassa svo hægt sé að halda áfram í kvöld. nú hugsa eflaust sumir: af hverju að flýta sér svo mjög? jú ég skal sko svara því! við(!) höfum ákveðið að leyfa jónu sem er að kaupa af okkur að geyma dótið sitt hér frá 15. feb. og til þess að það sé hægt þarf aðeins að rýma til. við erum svo ósköp liðleg!
þeir sem vilja ólmir hjálpa til við niðurpökkun og flutninga endilega hafið samband!
knús


Engin ummæli: