miðvikudagur, janúar 14, 2009

nýjustu fréttir...

jæja, það er farið að styttast ískyggilega í annan endann á þessari meðgöngu. við hjónaleysin eigum sónartíma og viðtal við fæðingarlækni mánudaginn 19. jan í borg óttans. þá eru komnar 35 vikur. þá verður væntanlega tekin ákvörðun um keisara eða fæðingu og hvenær búast mætti við dúettinum. við vonum það alla vega því að móðirin tilvonandi er að verða ansi þreytt.
annars er heilsan góð miðað við aðstæður, býst ég við. brjóstsviðinn er að drepa mig nánast allan daginn, bjúgurinn situr á mér sem aldrei fyrr og hreyfigetan er orðin ansi takmörkuð bæði vegna risakúlunnar og liðverkja í hnjám og mjöðmum. en ég tek þessu öllu eins og hverju öðru hundsbiti og bít á axlirnar.
barnaherbergið er eiginlega orðið klárt, þarf bara að taka aðeins til. við náum í bílstólana í rvk þegar þangað verður komið og verslum heimferðarföt á liðið. þá ætti allt að vera komið og litlu krílin mega fara að láta sjá sig.
ég reyni svo að setja inn fréttir af okkur þegar komið verður til rvk, en það fer eiginlega allt eftir því hvort fartölvan verður komin úr viðgerð eða ekki.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Drífa,
Gaman að sjá að það gengur vel hjá þér kæra frænka, þrátt fyrir að vera svolítilð erfitt. Spurning bara þetta með að bíta á axlirnar? ;)
Kveðja, Steini

Nafnlaus sagði...

hlakka svo til næstu frétta...!
Ertu búin ad prófa ad taka link vid brjostsvidanum?

gangi ykkur rosalega vel :)
knus Dagny S

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur allt í haginn. Hlökkum til að heyra frá ykkur. Vona að við getum hist á næstu dögum. Kveðja, fjölskyldan Vallargötu :)

Unknown sagði...

bara alveg að koma að þessu :) tvær litlar dúllur á leiðinni

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel elskurnar! Hlakka til frekari frétta! Guðrún Lára.

Nafnlaus sagði...

Vá bara tvíburar munar ekki um það. Gangi þér vel Drífa mín og vonandi mun öllum heilsast vel. Bestu kveðjur Hólmfríður Jónsdóttir (frænka Lilju)

Nafnlaus sagði...

Ó jeminn - þau eru komin!

Elsku Drífa og Gunni, við óskum ykkur svo innilega til hamingju með Snúð og Snældu - Frábært að allt gekk vel! Við bíðum spennt eftir frekari fréttum!
Knús frá okkur á Völlunum

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ litla (stóra) fjölskylda!!
Til hamingju með litlu gullmolana ykkar Drífa og Gunni. Gangi ykkur allt í haginn kæru vinir, þið eigið eftir að vera súper foreldrar....
Kveðja Elín, Guðrún, Ronja og Gunnlaugur Yngvi :)

Nafnlaus sagði...

já ekki lengi að því bara komin með tvö stk börn. Sá hjá Lilju að þetta væri afstaðið hjá þér. Innilega til hamingju og vonandi heilsast öllum vel. Kveðja Hólmfríður Jónsdóttir

Nafnlaus sagði...

Kæru Drífa og Gunni
Innilega til hamingju með Orm og Gorm. Nú verður stuð!!!
Hugsa til ykkar.
Kveðja, Jóhanna Ýr

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu ljósin!