laugardagur, janúar 03, 2009

gleðilegt ár!


góðan daginn og gleðilegt ár!
nýtt ár gekk í garð hér með hefðbundnum hætti eins og annars staðar, þ.e. tíminn leið...
við hjónaleysin borðuðum stórsteik hjá tengdó en komum svo heim til að horfa á skaupið, enda hefð fyrir því að fá þau hjalla og berglindi til okkar og vera memm fram yfir miðnætti. bæ ðe vei: okkur fannst skaupið frábært!!!
í gegnum árin hefur síðan verið haldið heljarinnar partý hjá okkur en vegna aðstæðna á markaði var það ekki gert núna. hjalli og begga fóru því á vit ævintýranna þegar búið var að skjóta upp en við gunni minn fórum fljótlega að sofa. við þurfum vísta að safna kröftum áður en dúettinn mætir á staðinn.
og talandi um dúettinn þá fer nú að styttast í það að hann komi í heiminn. bumban stækkar og stækkar og er mikið á iði, mamman sefur minna og minna og pabbinn er orðinn ansi góður í að klæða mömmuna í sokka. barnaherbergið er nánast tilbúið og augljóst að foreldrarnir verðandi töpuðu sér í bangsímon þemanu. nú þarf bara að fara að huga að brottför til höfuðborgarinnar þar sem krílin þurfa að koma í heiminn.
p.s. til pabba: nudge nudge vaggan þarf bráðum að verða tilbúin nudge nudge

Engin ummæli: