sunnudagur, febrúar 01, 2009

dúettinn mættur á staðinn.

nú er ósk okkar um að verða foreldrar orðin að veruleika!
þegar við mættum galvösk til skoðunar mánudaginn 19. jan. var bumbukonan bara lögð inn med det samme. ástæðan: meðgöngueitrun. ekki skemmtilegt en hei, svona er þetta bara. það var vel fylgst með öllu hér á landspítala háskólasjúkrahúsi og passað upp á að bumbubúar hefðu það gott og til þess að þeir hefðu það gott þurfti hýsillinn að hafa það sæmilegt líka.
á endanum var ákveðið að ráðast í keisaraskurð þriðjudaginn 27. janúar. og tvíburi a (stúlka) fæddist kl. 13.51 e.h., 2710 grömm og 47 cm og tvíburi b (drengur) fæddist kl. 13.52 e.h., 3205 grömm og 50 cm.
síðan höfum við verið hér á sængurkvennadeild og bíðum spennt eftir því að komast heim. við ætlum nú samt að stoppa aðeins í borg óttans til að sem flestir geti nú hitt á prinsinn og prinsessuna. áhugasamir hafi samband!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

enn og aftur innilega til hamingju... búin ad skoda myndir... ofbodselga falleg børn sem thid hafid eignast :)
gangi ykkur sem best.
knus Dagny S

Nafnlaus sagði...

Elsku Drífa og Gunni

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna og litla prinsinn. Gangi ykkur allt í haginn.

Kær kveðja
Herdís Rós og strákarnir :)

Nafnlaus sagði...

Bíðum spennt eftir að þið komið heim á eyjuna fögru. Þetta eru nú meiri krúsidúllurnar. Hlakka svooo til að sjá þau og auðvitað ykkur stóru krúttin líka. Sæfinna og co.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Innilega til hamingju með settið.
Búinn að skoða myndir af þeim og þau eru náttúrulega bráðhugguleg og sækja svip í móðurættina.
Kveðja
Steini frændi