fimmtudagur, janúar 08, 2009

sveinarnir fara að fara...


nú er jólaskrautið farið oní kassa þó að þrettándinn í vestmanneyjum verði ekki fyrr en á morgunn. jólaseríur og önnur jólaljós fá þó að vera áfram í gluggunum fram að gosdeginum eins og hefð er orðin fyrir hér á eyjunni fögru.

það var nú samt soldið skrítið að drita þessu aftur ofan í kassa því að mér fannst þetta búið að vera svo stutt uppi við og svo verður alltaf hálftómlegt þegar jólasveinar, englar og jólakettir eru farnir úr hillum og gluggakistum.

næstu jól verða væntanlega allt öðru vísi. þá verður maður eflaust á sprettinum á eftir tveimur 10 mánaða gríslingum sem vilja klifra í jólatrénu, halda á fína dagatalakertinu eða bara endurraða jólaskrautinu sem er út um allt. (og þegar ég tala um að endurraða: henda í gólfið) það verður samt bara gaman!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahahaha, you have no idea :)

hér var ekkert jólaskraut neðar en 120cm í fyrra og jólatréð bundið fast í vegg.
ks

Nafnlaus sagði...

jamm, tek undir með konunni minni, jólaskrautið færist úr stað af minnsta tilefni.

kv Örvar