laugardagur, nóvember 01, 2008


þessa dagana eru allir að tala um ástandið á íslandi í dag. ég er orðin hundþreytt á því. við getum talað okkur blá í framan en það breytir engu um hvað þessir háu herrar og frúr á alþingi og í öllum þessum nefndum og ráðum gera.

hins vegar er ég mjög hrifin af framtaki þeirra sem settu á fót síðuna http://www.indefense.is/ þarna er málpípa fyrir almúgan að tjá sig um gjörðir herra browns og herra darlings sem hjálpuðu til við að gera vondar aðstæður verri. ekki er heldur verra að húmorinn er í fyrirrúmi. stúlkan á myndinni er dóttir kunningjakonu minnar og eins og sjá má er hún ekki ánægð með kumpánana darling og brown.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja hvenær kemur óléttumynd??

Nafnlaus sagði...

þar sem aumingja Dagur á mjög myndalata foreldra festist húfan fína aldrei á mynd á kollinum á honum, en ef þú kíkir á http://idunnogeplin.blogspot.com/ þá sérðu að hún er í góðri notkun á kalda og vonda Englandi! Bretar hljóta nú að senda smá brosvipru þegar þeir sjá þessa fínu lunda á rólónum!