laugardagur, nóvember 15, 2008

namminamm...


ég er að fara að baka jólasmákökurnar með sæfinnu. þetta er orðin jólahefð hjá okkur en er frekar snemma í ár sökum bumbustækkunar af minni hálfu, það verður erfitt að segja hvernig ástandið á mér verður um miðjan desember (kannski jafnbreið á þverveg eins og langveg?). ég er einmitt að fara að kaupa hráefnið núna og ætla að líta eftir nokkrum jólagjöfum í leiðinni.

ég reyndar uppgötvaði það í gær, mér til mikillar gleði, að ég er langt komin með jólagjafakaupin í ár. var nebblega búin að gleyma fyrirhyggju minni í vor á bókamarkaðnum í perlunni og svo gerði ég líka góð kaup á tónlistarmarkaði um daginn.

jiiii, það vantar bara að ég fari að prjóna og taka slátur og sulta þá er ég orðin ýkt mikil húsmóðir og almennilega fyrirhyggjusöm að auki.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guð, hvað það verður huggulegt að fá smákökur sendar frá Vestmannaeyjum. Gangi ykkur vel að baka kæru vinkonur. Kveðja Ronja, mömmurnar og prinsinn, Sandgerði.