sunnudagur, nóvember 16, 2008

facebook

ég hef komist að því að mér finnst facebook ekkert rosalega skemmtilegt. ég er jú með facebook síðu en hef takmarkaðan tíma til að hanga á netinu. ástæðan fyrir því að mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegt: það eru allir hættir að blogga. í staðinn eru menn og konur að taka endalausar kannanir á því hvaða simpson persóna þeir/þær eru, hvaða grænmeti þau eru, hvort þau séu ung í anda og senda manni boð í alls konar vitleysu sem ég vil ekki taka þátt í. það er t.d. gang wars, hver er besti vinurinn á facebook, besti partýhaldarinn og ég veit ekki hvað.
vissulega er gaman að rekast þarna á fólk sem maður hefur ekki séð í áravís. það fylgja hins vegar ekki miklar upplýsingar um viðkomandi; hvað hefur verið að gerast, hvað fólk er að hugsa o.s.frv. það finnst mér skemmtilegra...
kannski er ég bara svona takmörkuð að ég sé ekki möguleikana í þessu öllu en ég hef hitt fleiri sem svipað er ástatt um og veit því að ég er ekki eini asninn í netheimum sem skilur ekki hvað all the fuzz is about...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég verð að segja að ég er heilmikið sammála þér í þessu. Maður "hittir" fullt af fólki þarna sem maður hefur ekki séð í áraraðir, en svo veit maður ekkert hvað fólk hefur verið að brasa.... Ég er sammála þér um að bloggið er mun skemmtilegra!

Skoffínið sagði...

já hvað er málið ? það eru allir hættir að blogga!

Það á samt ekki um mig....var sko að blogga og bloggið er svo langt að það dugar í mánuð....er það ekki ;)

Knús úr rigningunni