föstudagur, október 17, 2008

brosað í kreppunni


á þessum síðustu og verstu tímum þegar allir eru að barma sér hef ég tekið þá ákvörðun að breytast í Pollýönnu.

ég er t.d. mjög ánægð með að eiga enga peninga til að hafa áhyggjur af og hvað varðar skuldirnar þá reddast það eins og venjulega.

ég er ánægð með að gunni minn skuli vera bóndi svo að við fáum nóg af kjeti í kistuna.

ég er ánægð með að vinur okkar sé bolfisksjómaður og við fáum að njóta góðs af því.

ég er ánægð með að kisi minn knúsar mig alltaf jafnmikið, sama hversu lítið ég á af aur.

ég er ánægð með að bumban stækkar og stækkar.

ég er ánægð með að eiga fjölskyldu.

ég er ánægð með að eiga hann gunna minn.

ég gæti bætt helling við en það yrði bara væmið og asnalegt. en eins og þeir segja á skjá einum: það sem er verðmætast í heiminum er ókeypis...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr :)

Nafnlaus sagði...

ég hélt ad Gunni væri sjómadur?!!?
einmitt, um ad gera ad njota thess sem hægt er ad njota.
hafid thad gott
knus

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega :)

Drífa Þöll sagði...

jú gunni minn er sjómaður en hann veiðir síld, loðnu og kolmunna og maður étur víst ekki mikið af svoleiðis soðningu...

Drífa Þöll sagði...

en hann er líka bóndi í félagi við nokkra aðra og eiga þeir örfáar kindur, það er samt hellings búbót.

Nafnlaus sagði...

Eimitt!
Vilborg frænka