þá fer maður að pakka niður. ég er búin að finna til tjaldið og svefnpokann en restin er eftir. það er svo langt síðan að ég fór í útilegu að ég veit varla hvað þarf að taka með, jú nema auðvitað langbrækur og ullarsokka.
það vill nú til að tjaldbúðirnar verða settar upp við húsvegg ættaróðalsins þannig að við verðum ekki úti þó svo að kólni. annars er góð spá að mér skilst.
díjjjjj, hvað ég hlakka til. hef ekki komið á nes í 6 ár og það telst mikið þar sem við komum þarna á hverju sumri á árum áður. það verður stuð að hitta ættingjana sem annars hittast ekki nema í brúðkaupum og í árlegu partýi (sumir eru duglegri en aðrir að mæta) hjá ömmu og afa fyrir árneshreppsbúaballið (við höfum verið svo heppin að það eru ekki margar jarðarfarir búnar að vera).
hér fyrir ofan sjáið þið svo áningarstaðinn sauðanes við siglufjörð. heils...
7 ummæli:
Jeminn hvað ég hlakka líka til..jibbý..vona að rigniningarspáin sem ég heyrði í morgun sé bara þvæla..nenni sko ekki að eyða svona helgi í rigningu, nei takk!!
Hvenær á að leggja af stað á morgun væna??
Stella.
flott mynd... hef aldrei komid tharna en man alveg eftir Saudanesferdunum ykkar ;)
En hvad segirdu... tharf eg ad fara ad fjarfesta i langbrokum og stoppa i ullarsokkana... nei varla... eg verd a ferdinni i juli! tek bara stutta pilsid og sandalana med... ;)
goda helgi
Já elskan mín, farðu vel að þessum ættingjum þínum, þeir eru stór furðulegir, verst að ég verð ekki til að passa þig og taka þessa kalla í sjómann, en bið að heilsa jonna Mclaren manni og jú hinum sauðunum líka, hehe
ég veit gunni minn, en ég verð að sýna andlegan styrk án þín...
Have fun in the sun!!!!
Takk fyrir síðast Drífa...:) gangi ykkur allt í haginn.
Vilborg
Tak for sidst..BARA gaman!!
Stella.
Skrifa ummæli