...í bili alla vega. dreif mig heim í dag. kom við í hveró eins og áður var ákveðið og keypti blóm og cyprus. um leið og ég kom úr draumalandinu í herjólfi tók ég til við að setja allt stellið í potta með tilheyrandi drullumalli. ég held að þetta sé enn einn mælikvarðinn á að aldurinn færist yfir, komin með sumarblóm í potta við húsið sitt. þrátt fyrir þetta veit ég með vissu að ég er ekki með græna fingur, ástæðan: ég er með potta en ekki blómabeð. það er voða gaman að hafa fallegar jurtir í kringum sig en að þurfa að sinna því eitthvað það er ekki minn tebolli.
annars stoppa ég stutt hérna heima. fer aftur á fimmtudag því að stefnt er á sauðanes við siglufjörð á ættarmót mömmufjölskyldu. þar skal sofið í tjaldi ef veður leyfir, fara í fjallgöngur, borða góðan mat og hafa gaman með stórfjölskyldunni.
1 ummæli:
Hlaaaaaaaaaaaaaakkka til að sjá þig um helgina!!
Og..vissi ekki að þú værir að blogga..gaman að því!!
Stella.
Skrifa ummæli