miðvikudagur, júní 27, 2007

af ættmennum og útilegu

ég er komin heim á eyjuna fögru eftir ótrúlega vel heppnað ættarmót. við keyrðum af stað tiltölulega snemma á föstudag, stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og meðal annars á hofsósi og átum þar dýrindis súpu eftir að afi hafði gefið vesturfarasetrinu bréf frá bróður afa sem flutti til ameríku aðeins 12 ára. svo var haldið sem leið liggur að nesi, tjaldað í garðinum og spjallað við fólkið sem kom aðvífandi í smáum hópum.
á laugardag opnuðu systkinin (mamma og co.) málverkasýningu í vitanum. ýkt skemmtilegt og óvenjulegt enda var þetta í gamla vélasalnum og gamla draslið fékk að halda sér en málverkin voru dreifð hist og her um salinn. mjög töff! svo æddum við í fjallgöngu nokkur saman (aðallega yngra liðið) upp einhvern dal (engidal, held ég) að vatnsbólinu og ofar en það og niður aftur. þá tók við rúntur í sund á sólgörðum í fljótum. eins og við ræddum þegar ofan í var komið þá var sundlaugin stærri í minningunni, en fyrir þá sem ekki vita er hún frekar lítil. þar var farið í kafsundskeppnir, boðsund og hvað eina, enda maggi bró og jonni einstaklega miklir keppnismenn. það eru til mýmargar sögur af því en það væri alltof langt mál að telja það upp hér. svo var haldið heim og tekið til við að grilla. farið var í leiki fyrir krakkana, vilborg var með gjörning og svo var upplestur frá möggu og dætrum. jón bjarki mangason las líka upp formála að bók sem hann er að skrifa, mamma las upp sendibréf frá henni til möggu á unglingsárunum og það verður að segjast eins og er: unglingar eru og verða unglingar! shift hvað þetta var fyndið.
seinna um kvöldið var farið í fótbolta úti á túni. peysur voru mörkin og boltinn var aldrei útaf, eins og í gamla daga. svo var setið og sötrað úti í garði, kjaftað og sungið.
sunnudagurinn fór í að ganga frá, borða afmælisköku í tilefni afmælis möggu móðu og keyra heim. og það tók lengri tíma en venjulega sökum ómældrar umferðar þegar nær dró rvk.

en þetta var ótrúlega vel heppnuð helgi, góð mæting og það er sko enginn svikinn af því að heimsækja ofurhjónin jonna og herdísi. bakkelsi í kílóavís og öllum velkomið að sofa inni í húsi ef vildi. þess má geta að við vorum tæplega 50. ég ásamt fleirum lét tjaldið duga þó napurt væri. en maggi bróðir kom með hugmynd að hafa aftur svona hitting eftir tvö ár í trékyllisvík á ströndum. ég er búin að tilnefna hann í nefndina.
sauðanesættbálkur: takk fyrir frábæra skemmtun og ég vonast til að hitta ykkur fljótt aftur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis..þetta var frábært alveg..

(ekki alveg að gera sig þessi geðbilaða umferð á leið til Rvk..við vorum klukkutíma frá Hvalfjarðargöngunum og heim í Mos!!)

Stella.

Nafnlaus sagði...

Drífa mín, takk fyrir síðast. Þetta með gítarinn gerist ekki aftur því næst verður hann Öddi að vera með en ég viðurkenni að ég hefði getað gert betur ! Annars bara rosa gaman og gott að allir skemmtu sér.
Love Magga "móða"