þegar ég var hjá lailu um síðustu helgi og ég hún og ólöf drukkum rauðvín í flöskuvís, þá fórum við að ræða hvenær maður verði fullorðinn. ég kom með þá óskaplegu speki að maður verði það í rauninni aldrei hversu gamall sem líkaminn annars verður. maður bíður eftir því mjög lengi að verða fullorðinn; að komast í menntaskóla, að komast inn á skemmtistaði, klára háskóla, fara að vinna, eignast íbúð/hús, mann, börn, hund og bíl. allt eru þetta mælistikur á það hvenær maður verður fullorðinn en í rauninni líður manni aldrei eins og maður sé orðinn það og maður bíður alltaf eftir því næsta sem hlýtur að láta manni líða eins og maður sé loksins fullorðinn. (ég hef t.d. fundið fyrir nýrri gerð virðingar fyrir mér eldra fólki eftir þessar pælingar)
nema hvað. að þessu sögðu þá hefur helgin hjá mér farið í mjög fullorðinslega iðju. (ég veit hvað sumir hugsa núna, dónarnir ykkar!!!) nei ekki tengdist það neinu í svefnherberginu heldur erum við gunni minn búin að vera að vinna í garðinum. hreinsa beð, háþrýstispúla pallinn og byrjuðum að bera á hann, rífa upp akkeri og hjól sem við vildum ekki hafa, rífa niður undarlegan pall við vesturhlið hússins og bera á grasfræ og áburð og svona mætti lengi telja. og þrátt fyrir þetta allt þá leið mér ekki fullorðins. ég var í bleiku stígvélunum mínum og þegar ég loksins kláraði beðið þá hoppaði ég af gleði og hrópaði: jei! (leit reyndar í kringum mig eftir á, kannski sá einhver "fullorðinn" mig)
semsagt. ég stend ennþá við þessa kenningu að maður verði ekki fullorðinn. kannski er ég bara svona seinþroska en ég hef heyrt fleiri nefna þetta. en kannski er maður bara umkringdur fólki með pétur pan- syndrome. sækjast sér um líkir segir máltækið en hvað segið þið?
sunnudagur, maí 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já ég er ekki orðin fullorðin ennþá og held að það gerist ekkert á næstunni. Það er líka örugglega mjög leiðinlegt að vera fullorðinn. Miklu betra að vera bara svona vitleysingur eins og við;)
Ps. Er komin með mikinn þjóhátíðarfiðring í magann :)
Skrifa ummæli