föstudagur, janúar 14, 2005

einu sinni var...

einu sinni var lítil kona og stór maður. þau áttu meðalstóra íbúð og kött. þau ákváðu að þau þyrftu stórt hús til að hýsa alla þá gesti sem streymdu til þeirra sí og æ. svo keyptu þau sér hús og allir urðu voða glaðir að hafa nóg pláss þegar þeir kæmu í heimsókn. nú þau þurftu nottlega að setja meðalstóru íbúðina á sölu sem þau og gerðu. og undur og stórmerki: ekki mánuði seinna er íbúðin seld! næstum á uppsettu verði!
litla konan og stóri maðurinn sungu: lífið er yndislegt... þangað til þau þurftu að búa á götunni í tvo mánuði þar til að þau fengju stóra húsið afhent. í þessa tvo mánuði sungu þau: rabbabara rúna... til að létta sér lund enda er þetta hresst lag. og dag nokkurn, nánar tiltekið 1. júní fluttu þau inn í stóra húsið og lifðu hamingjusöm upp frá því!

2 ummæli:

Íris Sig sagði...

En gaman.... æðislegt.. til hamingju.. en hvar á götunni á að búa þangað til stóra húsið verður afhent??

Skoffínið sagði...

Er ekki bara spurning um að gefa skít í allt og koma bara til Barce í 2 mánuði og chilla? Ég myndi pottþétt gera það:)
kveðja, Eva (með bólu á nefinu)