miðvikudagur, október 27, 2004

verkfallið

hei aftur!
ég er alveg að bilast úr leiðindum. Síðan verkfallið byrjaði þá er ég búin að þrífa eldhúsinnréttinguna, taka til í öllum skápum í íbúðinni, búa til öll jólakort sem verða send þetta árið (ætla að treina mér að skrifa á þau þar til að nær dregur jólum), búa til merkimiðana á jólapakkana, þrífa bílinn, þvo milljón þvotta og ég veit ekki hvað og hvað. svo reyni ég að vera lengi að þessu öllu því að ekkert virðist þoka í samningaátt. fokk!
reyndar ætlum við guðný og sæfinna að fara að baka jólasmákökurnar bráðum og svo er ég eiginlega búin að ákveða að gera leikgerð fyrir leikfélagið að barnaleikriti sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. en það mætti halda að ég væri ótrúlega mikil húsmóðir í mér miðað við það sem ég var að skrifa. ég verð að valda ykkur vonbrigðum....ég er það alls ekki. það kemur bara út á mér einhver skuggahlið í þessu bévítans verkfalli. ætli það endi bara ekki með því að ég fari að prjóna!!!!
síjú!

Engin ummæli: