föstudagur, desember 12, 2008

loksins, loksins...


hvað haldið þið? jú, það stefnir í að ég geti sofið í svefnherberginu mínu um helgina! eftir að hafa sofið í stofunni í u.þ.b. 2 mánuði, eftir framkvæmdir sem m.a. fólust í gluggaskiptum, þá er ekki frá því að hægt verði að flytja rúmið inn í herbergi.

þetta átti ekki að taka svona langan tíma. gunni minn kláraði sitt fljótt og vel enda einstaklega handlaginn verkmaður. en kallagreyin sem smíðuðu gluggana gleymdu að panta rúður. svo þegar rúðurnar komu voru þær sprungnar (litlu rúðurnar) og stóra rúðan var hreinlega of lítil. nú þetta er reyndar ekki búið enn því að stóra rúðan er komin (eftir langa mæðu) og í gluggann (út úr neyð, ég vil ekki sofa í stofunni um jólin því þá er ekkert pláss fyrir jólatré) en það er sprunga í henni. þannig að við verðum í þessu brasi fram að páskum, grunar mig.

svo er gunni minn að klára gluggamálin í barnaherberginu líka. ótrúlegt en satt var líka vesen með rúðurnar þar. en ef allt gengur eins vel og hægt er miðað við sprungnar aðstæður þá gætum við komist langt með barnaherbergið, raða húsgögnum sem komin eru og svona. gardínumál verða að bíða þar til við komumst til borgar óttans.
en kisi minn verður að sætta sig við að kúra einn frammi eftir þessa flutninga aftur inn í herbergi, greyið litla.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Drífa mín, saumardu ekki bara gardínur?!!? thad gerdi eg thegar eg var ad verda mamma ;) hehe svona kappa... og púda í stíl! hrikalegt :-Z

kv. Dagny