mánudagur, desember 01, 2008

breytingar


nú standa yfir breytingar á herbergjaskipan í húsinu. ég er reyndar búin að sofa í stofunni í rúman mánuð vegna skorts á rúðu í nýja gluggann en það eru ekki breytingarnar sem nú eru fyrirliggjandi. tölvan er komin upp á loft og verið er að vinna að því að tæma litla herbergið sem senn verður barnaherbergi.

hann gunni minn er í landi og hann lætur sér sko ekki leiðast. þar á sumsé að skipta um glugga (í hann vantar ekki rúðu) og mála og svo raða inn þeim húsgögnum sem æskileg eru í slíkum herbergjum. það er nú ekki margt sem vantar ennþá. bara svona dúllerí sem mömmum finnst vanta í slík herbergi: sætar gardínur, næturljós, krúttlegt loftljós, hillur fyrir alls kyns krúttlegheit, jafnvel veggborða og að sjálfsögðu þarf þetta allt að vera í stíl. mikið vildi ég að ég gæti ráðið svona innlit/útlit týpu sem myndi bara sjá um þetta fyrir mig. því þó ég sé hætt að vinna vex mér þetta svo í augum að ég er að fá útbrot af þreytu fyrirfram...


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra af breytingunum hjá ykkur. Gangi þér vel að innlit/útlita Drífa, þetta er bara gaman þegar þú byrjar :) Kveðja, fjölskyldan í Sandy.

Nafnlaus sagði...

Ditto
Þú veist að þú getur leitað ráða hjá föður þínum sem er reyndur. Hann hafði jú þrjú börn að skreyta fyrir hérn áður fyrr. Þú manst Prúðuleikarahurðina og allt.
Kv
Pabbi gamli