sunnudagur, nóvember 23, 2008

22. nóv.


í gær fattaði ég að það voru nákvæmlega 3 mánuðir í áætlaðan fæðingardag litlu twillinganna. ég horfði niður á bumbuna og dæsti því ég er farin að líta út eins og hvalur nú þegar.

það er sagt að tvíburamömmur séu orðnar jafnsverar á 29. viku og einburamömmur á 40. og síðustu vikunni. það verður hjá mér í þar næstu viku...og þessar elskur þarna inni eru farnar að láta mömmu sína finna fyrir því. ég þarf að vakna til að pissa svona þrisvar á nóttu og að bylta sér í rúminu er orðin ný íþrótt, ég á orðið erfitt með að fara í sturtu því ég þreytist svo að standa og bisa þetta, óléttufötin sem ég á eða hef til afnota eru að verða of lítil, ég hef sloppið við brjóstsviða en nábítur er daglegt brauð, ef ég dirfist að standa meira en góðu hófi gegnir í vinnunni þá langar mig að gráta vegna þreytu í fótunum, ég þarf að leggja mig á daginn til að geta vakað til 22.00 (ókei, það er kannski ekki svo slæmt) og innyflin eru notuð fyrir boxpúða allan liðlangan daginn.

útaf öllu þessu þá fer að styttast í að ég hætti að vinna, eins ómissandi og mér finnst ég vera. jæja, ég er ómissandi fyrir krílin mín í bumbunni og ætla að njóta þess þar til þau koma að geta ekki sofið, staðið eða farið í sturtu...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er ekki alltaf tekið út með sældinni. En nú verður allt auðveldara þegar þú verður hætt að vinna!
Knús frá okkur öllum - við fylgjumst spennt með!

Nafnlaus sagði...

það er ekki laust fyrir að ég finni fyrir öfund... eg elskaði meðgöngurnar!!! þetta verður ekkert sma spennandi :)
og svo sá ég a facebook að Öddi er lika komin af stað ;)
alveg sammála með facebook... vantar fleiri uppl um fólk, og minna af allskonar "i love you, kisses og bangsa" sendingum... ég er reyndar algjör hangsari en samt eru nokkurhundrud óopnaðar "sendingar" í horninu á facebook... hrikalegt.
vá, nú er ég bara búin að blogga inn á kvittplássið þitt ;)
bestu kv. Dagny sylvia
p.s. hvað er nábítur?

Nafnlaus sagði...

nábítur er þegar magasýrur ná upp í hálsinn á manni. örugglega jafnleiðinlegt og svipað og brjóstsviði nema ekki á sama stað.