föstudagur, maí 09, 2008

melspíra

ég lærði nýtt orð hjá gunna mínum um daginn. það er orðið: melspíra. þeir sem þykjast vita hvað þetta er endilega látið ljós ykkar skína!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm..Er það ekki svona járn með oddi á ? 'Eg held það allavega.
Hi hi.. Kveðja Unnur

Nafnlaus sagði...

melspíra er verkfæri sem er svipað að stærð og meðalstórt skrúfjárn en er með hálfgerðum krók á endanum og er notað í járnabindingum,einnig nothæft sem morðvopn samanber stóragerðis málið svokallaða,þar var starfsmaður Esso myrtur með slíku verkfæri er hann kom að innbrotsþjóf eða þjófum.man því miður ekki ártalið.

Nafnlaus sagði...

Noh, og ég sem ætlaði að giska!
Fleiri getraunir takk!

Nafnlaus sagði...

ég mundi telja að það væri blóm sem að yxi sérstaklega vel í möl.....
,,, er ekki alltaf verið að segja að við íslendingar séum svo duglegir að beinþýða orðin okkar, svo að mitt svar liggur beinast við .
Já ég er sannfærð um að ég hafi rétt fyrir mér.

Drífa Þöll sagði...

nafnlaus hafði rétt fyrir sér! þetta verkfæri er líka notað til að splæsa reipi. er ekki gert til að meiða fólk þó svo að einhverjir óvandaðir einstaklingar hafi verið að dunda við að nota melspíru til ofbeldisverka

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus þakkar fyrir sig með virktum og lætur verðlaunaféið renna til samtakana Blátt Áfram.